Alexandra Chernyshova
Hún var valin í hóp 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Árið 2020 fekk Alexandra menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir framlag til menningar í Reykjanesbæ. Hún lauk M.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, meistaragráðu í óperusöng og söngkennaraprófi frá Odessa tónlistarakademíunni með hæstu einkum og Kiev Glier Music Institute og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University. Alexandra lauk 8 stigi í píanóleik frá Kiev Tónlistarskóla N1 by J.Stepovoy. Auk þess stundaði hún söngnám hjá Michael Trimble Opera Institute og Katja Ricciarelli International Opera Academy, ljóða- og kammertónlist hjá Pr. Hanno Blascke sömuleiðis. Hún hóf feril sinn á sviði sem fastráðin einsöngvari hjá Kiev Academical Musical Theater of Opera and Ballet. Alexandra söng með Kiev National Radio Orquestra, Akureyri Simphony Orquestra, New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar sem hún stofnaði árið 2006 og DreamVoices. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York, í Kína og Japan.