top of page
Bio

Alexandra Chernyshova

Hún var valin í hóp 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Árið 2020 fekk Alexandra menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir framlag til menningar í Reykjanesbæ. Hún lauk M.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, meistaragráðu í óperusöng og söngkennaraprófi frá Odessa tónlistarakademíunni með hæstu einkum og  Kiev Glier Music Institute og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University. Alexandra lauk 8 stigi í píanóleik frá Kiev Tónlistarskóla N1 by J.Stepovoy. Auk þess stundaði hún söngnám hjá Michael Trimble Opera Institute og Katja Ricciarelli International Opera Academy, ljóða- og kammertónlist hjá Pr. Hanno Blascke sömuleiðis. Hún hóf feril sinn á sviði sem fastráðin einsöngvari hjá Kiev Academical Musical Theater of Opera and Ballet. Alexandra söng með Kiev National Radio Orquestra, Akureyri Simphony Orquestra, New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem  einsöngvari með Óperu Skagafjarðar sem hún stofnaði árið 2006 og DreamVoices.  Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York, í Kína og Japan. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Alexandra Chernyshova - sópransöngkona og tónskáld

 

Árið 2002 Alexandra sigurvegari "Nýtt nafn í Úkraínu" í Kiev fyrir söngafrek sín og vann alþjóðlega óperukeppni í Rhodes, Gríkklandi sama ár. Hún hefur gefið út þrjá einsöngsdiska Alexandra soprano (2006), Draumur með rómantískum lögum eftir Sergei Rachmaninov við meðleik Jónasar Ingimundarssonar (2008) og You and only you (2011).  Í efnisskrá óperusögunnar hefur Alexandra sungið hlutverk eins og Natalka Poltavku, Violettu Valery, Zerlinu, Lucy, Gilda og fleiri - og síðan söng hún hið nýskapaða óperuhlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í óperunni “Skáldið og Biskupsdóttir”, Álfadrottninguna í barnaóperunni “Ævintýrið um norðurljósin” og óperuhlutverk fru Vigdísar Finnbogadóttur í óperunni "Góðan dagin,frú forseti". 
 

 

Árið 2020 fékk fyrsta frumsamda ópera Alexöndru og Guðrúnar Ásmundsdóttur Skáldið og Biskupsdóttirin 1. sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni Isaak Dunajevskiy í Moskvu og lagið Ave María úr sömu óperu komst á topp tíu bestu í World Folk Vision alþjóðalegri tónlistarkeppni. Árið 2021 ári fékk óperuballet fyrir börn og fullorðna eftir Alexöndru Chernyshovu, Ævintýrið um norðurljósin, við handrit mömmu hennar, Evgeniu, Grand Prix í Art festival “Aurora” í Stokkhólmi. Nýlega var Alexandra ein af sigurvegurunum í "Professional Voice" í Alþjóðalegri Online Söngvakeppni Clara Schumann með aríu "Móðurást" úr frumsömdu óperunni "Góðan daginn, frú forseti".

Stúlka frá Kænugarði - Alexandra Chernyshova 

A. Chernyshova

A. Chernyshova

A. Chernyshova
Nýárstónleikar í Suðurnesjamagasíni // 1. þáttur 2021
25:45
Play Video

Nýárstónleikar í Suðurnesjamagasíni // 1. þáttur 2021

Sjónvarp Víkurfrétta
Vatnajökull - National park Iceland
03:59
Play Video

Vatnajökull - National park Iceland

Jon Hilmarsson photography
Magical Sky Iceland - Teaser Trailer Movie Iceland SUMMER 2017
00:47
Play Video

Magical Sky Iceland - Teaser Trailer Movie Iceland SUMMER 2017

Alexandra Chernyshova Official Artist Channel
Контакт
LOGO DV white.png

Join our mailing list


Dream Voices

Bókun: 
alexandradreamvoices@icloud.com

  • Facebook
  • YouTube
bottom of page